IP prófun

Til að ákvarða hvort netumferð telst sem íslensk eða erlend er hægt að fletta upp á hvaða IP-tölu netþjónn er staðsettur. Uppflettingin er gerð skv. IP-tölugrunni RIX og er með fyrirvara um rétta skráningu. Athugið að vefsíður eða önnur forrit geta birt upplýsingar sem koma frá öðrum IP-tölum en þeim sem vefsíðan er stödd á og er því ekki ávallt hægt að reiða sig á að öll umferð á tiltekinni vefsíðu komi frá sama vefþjóni. Dæmi um þetta er athugasemdakerfi af Facebook á íslenskum vefsíðum.

Sé um að ræða að nafn netþjóns vísi á fleiri en eina IP-tölu eru þær allar taldar upp en ekki er hægt að stjórna hver þeirra er valin þegar tenging er gerð við viðkomandi netþjón.

Athugið að einnig skiptir máli hvaða nafnaþjónn er notaður af notanda. Sé ekki notaður nafnaþjónn hjá Snerpu geta niðurstöður mögulega verið aðrar en hér kemur fram.

Svör hér eru frá nafnaþjóninum 193.109.24.100 sem er úthlutað til notenda á xDSL hjá Snerpu.